Kostnaðarsamt að kasta til höndum 21. maí 2008 00:01 Þórður Víkingur Friðgeirsson hefur víðtæka reynslu af ráðgjafastörfum jafnt í opinbera- og einkageiranum. Rannsóknir Þórðar benda til skorts á aga og í opinberum framkvæmdum. markaðurinn/arnþór Ótrúlegir fjármunir fara í súginn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætlun fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á aðgengilegan hátt helstu aðferðir við áhættumat og ákvörðunargreiningu. Þórður segir meginmarkmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörðunartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til staðar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveruleikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og athafnamenn geta nálgast upplýsingar og lesið sér til um málefnið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörðunum.Skortur á góðu verklagiÞórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku.Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinberum verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki einungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarfari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir.Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vettvangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Ótrúlegir fjármunir fara í súginn einfaldlega vegna þess að réttum aðferðum er ekki beitt við áætlanagerð. Á síðasta ári fóru 25 prósent af fjárlagaliðum ríkisins fram úr kostnaðaráætlun fyrir jafnvirði tíu milljarða króna og því er mikið svigrúm til að gera betur, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Í nýútgefinni bók sinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa leitast Þórður við að setja fram á aðgengilegan hátt helstu aðferðir við áhættumat og ákvörðunargreiningu. Þórður segir meginmarkmið bókarinnar að kenna betri aðferðafræði við ákvörðunartöku þar sem tekið er tillit til áhættu. „Bókin fjallar um aðferðir og ákvörðunartöku allt frá því að greina þá óvissu sem er til staðar um einstaka valkosti til þess að reikna þær stærðir sem málið varðar. Á grunni þess verður til áætlun sem á að líkjast raunveruleikanum eins og kostur er. Bókin er með breiða skírskotun en að grunninum til er hún kennslubók í ákvörðunarfræðum við háskóla. Hún er einnig sett upp með þeim hætti að stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn, fjárfestar og athafnamenn geta nálgast upplýsingar og lesið sér til um málefnið. Bókin er sett upp með þeim hætti að sumir kaflar eru frekar almennir en lesendur geta kafað dýpra í aðferða- og stærðfræðina í sértækari köflum.“ Auk þess fer Þórður yfir algengar villur í ákvörðunartöku og setur fram líkön sem eru gagnleg til að meta áhættu og stuðla að betri ákvörðunum.Skortur á góðu verklagiÞórður hefur rannsakað hvernig Íslendingum hefur tekist upp við áætlanagerð og ákvarðanatöku.Rannsóknir Þórðar benda til ákveðins skorts á aga í opinberum verkefnum. Þórður bendir á að framkvæmdir fara ekki einungis fram úr kostnaðaráætlun heldur einnig þeim tímaramma sem þeim er settur, sem staðfesti hversu mikilvægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Þórður segir einnig að þrátt fyrir að framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum sé ekki séríslenskt fyrirbæri séu Íslendingar djarfari í ákvarðanatöku en margar aðrar vestrænar þjóðir.Þórður vekur athygli á því hve mikilvægt það sé að stuðla að bættu verklagi og að ákveðinn skortur sé á aga í opinberum framkvæmdum. Þórður vísar til nýlegra dæma af opinberum vettvangi og skemmst er að minnast framúrkeyrslu fjárheimilda við uppgerð Grímseyjarferjunnar. Þórður vill með bók sinni leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættu verklagi í opinberum framkvæmdum og bendir á að hægt sé að spara umtalsverða fjármuni með betri áætlanagerð. - bþa
Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira