Gengisvísitalan hækkaði um 0,77 prósent í dag og stendur úrvalsvísitalan nú í 4212 stigum.
Bakkavör leiðir hækkunina en bréf félagsins hækkuðu um 4,23 prósent, bréf Existu hækkuðu um 2,11 prósent og bréf Icelandair um 1,45 prósent.
Atlantic Petroleum lækkaði um 2,38 prósent, Century Aluminium um 1,93 prósent og hinn færeyski Eik banki um 1,42 prósent.