Alltaf á tánum í hlutabréfaviðskiptum 16. júlí 2008 00:01 Hans-Ole Jochumsen Forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX segir mikilvægt að gera millistórum fyrirtækjum auðveldara um vik að fara á markað. Hann segir margar tækninýjungar í pípunum sem muni auka samkeppnishæfi hlutabréfamarkaðarins til muna. Markaðurinn/Arnþór Við erum alltaf á tánum, leitum stöðugt nýrra leiða í kauphallarviðskiptum,“ segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á kauphöllum víða um heim. Samþjöppun hlutabréfamarkaða hafi skilað sér í geysiharðri samkeppni. Mikilvægt sé að vera á undan öðrum mörkuðum og bjóða upp á bestu vörurnar hverju sinni. Hraði í kauphallarviðskiptum og lágt verð fyrir þjónustuna skiptir miklu máli í dag, að hans sögn. Hans-Ole tók við forstjórastarfinu í apríl síðastliðnum af Jukka Ruuska. Hann var áður aðstoðarforstjóri samstæðunnar sem rekur hlutabréfamarkaði á Norðurlöndunum, að Noregi undanskildu, og í Eystrasaltsríkjunum. Forstjórinn var staddur hér á landi á dögunum og kynnti sér starfsemi Kauphallarinnar, sem hefur verið hluti af norrænu kauphallasamstæðunni frá því um þarsíðustu áramót.Spennandi tímar„Samkeppni á hlutabréfamörkuðum í Evrópu mun verða mjög hörð á næstu árum. Henni hefur ekki verið að skipta að svo miklu leyti fyrr,“ segir Hans-Ole og vísar til þeirra miklu breytinga sem orðið hafi á hlutabréfamörkuðum síðustu misserin. Eignarhald þeirra er nú á færri höndum eftir umfangsmikil uppkaup markaða hver í öðrum – jafnvel langt út fyrir markaðssvæðin í Bandaríkjunum og Evrópu.Viðburðaríkir tímar eru fram undan hjá OMX-samstæðunni um þessar mundir. Bandaríska kauphöllin Nasdaq keypti hana með manni og mús í fyrra og rennur starfsemin undir einn hatt í september. Hann hlakkar mikið til samrunans. „Það er mjög heillandi að hafa aðgang að markaðnum þar, fjárfestar í Bandaríkjunum munu taka vel eftir þeim norrænu fyrirtækjum sem eru skráð á markað hjá okkur,“ segir forstjórinn. „Við eigum mikla möguleika í Bandaríkjunum. Þetta eru spennandi tímar.“Hans-Ole segir margar nýjungar hafa verið teknar upp vegna þessa. Bæði hafi samstæðan kynnt lausnir frá Bandaríkjunum auk þess sem eigin afurðir og þjónusta hafi verið þróuð áfram. Auðkennaleysi í hlutabréfaviðskiptum og aðrar nýjungar eru hluti af breytingunni hér en hefur verið þekkt um árabil vestanhafs. Þá er aðeins fátt eitt nefnt. „Við verðum nokkurn veginn búin að innleiða flest atriði þegar samruninn gengur í gegn,“ segir forstjórinn.stór jafnt og smærriHans-Ole segir mikilvægt að halda norrænum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Ekki megi þó einungis beina sjónum að stórum fyrirtækjum heldur verði að gera millistórum fyrirtækjum auðveldara um vik að fara á markað. Hann segir norræna markaðinn ekki einsdæmi, þetta eigi við víðar í Evrópu. Slíkt geti verið beggja hagur.Hann telur stærstu fyrirtæki Norðurlanda sem skráð eru í OMX-samstæðuna verða skráð á öðrum hlutabréfamörkuðum á næstu árum, jafnvel fimm til sjö öðrum. Hann vísar til þess að ný tækni sem verið sé að taka í gagnið geri miðlurum kleift að finna besta verðið á hverjum stað.Kauphöll í hverju landiHans-Ole segir leiðinlegt að vita til þess að nokkur íslensk fyrirtæki hafi sótt um afskráningu. Hann telur hins vegar engar líkur á að þeim muni fjölga sem hyggi á slíkt í nánustu framtíð. Tryggja verði að virkur hlutabréfamarkaður verði í hverju landi í framtíðinni. „Ég er bjartsýnn. Þegar við höfum lokið samruna við Nasdaq-markaðinn í september verðum við áhugaverður kostur fyrir meðalstór fyrirtæki þar sem þau verða sýnilegri vestanhafs en nú. Þau ættu þó að sjá hag sínum borgið að fara á markað í heimalandi sínu. Þar eru líka höfuðstöðvar þeirra og fjárfestarnir sem þekkja fyrirtækin best,“ segir Hans-Ole Jochumsen. Engin stangveiðiFyrirhugað var að kynna forstjóranum nýja fyrir gjöfulli náttúrunni hér og bjóða honum meðal annars í stangveiði. En nýja starfið varð til þess að áætlanir röskuðust nokkuð og verður veiðin að bíða betri tíma. „Við konan seldum húsið okkar fyrir nokkru og verðum að flytja út,“ segir Hans-Ole en þau hjón eru að flytja af Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu til Stokkhólms en þar eru höfuðstöðvar kauphallasamstæðunnar á Norðurlöndunum. Nýju híbýlin fá þau ekki fyrr en í byrjun október. „Ég verð að fara heim og pakka með konunni, annað væri ósanngjarnt,“ segir forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX. Undir smásjánni Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Við erum alltaf á tánum, leitum stöðugt nýrra leiða í kauphallarviðskiptum,“ segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á kauphöllum víða um heim. Samþjöppun hlutabréfamarkaða hafi skilað sér í geysiharðri samkeppni. Mikilvægt sé að vera á undan öðrum mörkuðum og bjóða upp á bestu vörurnar hverju sinni. Hraði í kauphallarviðskiptum og lágt verð fyrir þjónustuna skiptir miklu máli í dag, að hans sögn. Hans-Ole tók við forstjórastarfinu í apríl síðastliðnum af Jukka Ruuska. Hann var áður aðstoðarforstjóri samstæðunnar sem rekur hlutabréfamarkaði á Norðurlöndunum, að Noregi undanskildu, og í Eystrasaltsríkjunum. Forstjórinn var staddur hér á landi á dögunum og kynnti sér starfsemi Kauphallarinnar, sem hefur verið hluti af norrænu kauphallasamstæðunni frá því um þarsíðustu áramót.Spennandi tímar„Samkeppni á hlutabréfamörkuðum í Evrópu mun verða mjög hörð á næstu árum. Henni hefur ekki verið að skipta að svo miklu leyti fyrr,“ segir Hans-Ole og vísar til þeirra miklu breytinga sem orðið hafi á hlutabréfamörkuðum síðustu misserin. Eignarhald þeirra er nú á færri höndum eftir umfangsmikil uppkaup markaða hver í öðrum – jafnvel langt út fyrir markaðssvæðin í Bandaríkjunum og Evrópu.Viðburðaríkir tímar eru fram undan hjá OMX-samstæðunni um þessar mundir. Bandaríska kauphöllin Nasdaq keypti hana með manni og mús í fyrra og rennur starfsemin undir einn hatt í september. Hann hlakkar mikið til samrunans. „Það er mjög heillandi að hafa aðgang að markaðnum þar, fjárfestar í Bandaríkjunum munu taka vel eftir þeim norrænu fyrirtækjum sem eru skráð á markað hjá okkur,“ segir forstjórinn. „Við eigum mikla möguleika í Bandaríkjunum. Þetta eru spennandi tímar.“Hans-Ole segir margar nýjungar hafa verið teknar upp vegna þessa. Bæði hafi samstæðan kynnt lausnir frá Bandaríkjunum auk þess sem eigin afurðir og þjónusta hafi verið þróuð áfram. Auðkennaleysi í hlutabréfaviðskiptum og aðrar nýjungar eru hluti af breytingunni hér en hefur verið þekkt um árabil vestanhafs. Þá er aðeins fátt eitt nefnt. „Við verðum nokkurn veginn búin að innleiða flest atriði þegar samruninn gengur í gegn,“ segir forstjórinn.stór jafnt og smærriHans-Ole segir mikilvægt að halda norrænum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Ekki megi þó einungis beina sjónum að stórum fyrirtækjum heldur verði að gera millistórum fyrirtækjum auðveldara um vik að fara á markað. Hann segir norræna markaðinn ekki einsdæmi, þetta eigi við víðar í Evrópu. Slíkt geti verið beggja hagur.Hann telur stærstu fyrirtæki Norðurlanda sem skráð eru í OMX-samstæðuna verða skráð á öðrum hlutabréfamörkuðum á næstu árum, jafnvel fimm til sjö öðrum. Hann vísar til þess að ný tækni sem verið sé að taka í gagnið geri miðlurum kleift að finna besta verðið á hverjum stað.Kauphöll í hverju landiHans-Ole segir leiðinlegt að vita til þess að nokkur íslensk fyrirtæki hafi sótt um afskráningu. Hann telur hins vegar engar líkur á að þeim muni fjölga sem hyggi á slíkt í nánustu framtíð. Tryggja verði að virkur hlutabréfamarkaður verði í hverju landi í framtíðinni. „Ég er bjartsýnn. Þegar við höfum lokið samruna við Nasdaq-markaðinn í september verðum við áhugaverður kostur fyrir meðalstór fyrirtæki þar sem þau verða sýnilegri vestanhafs en nú. Þau ættu þó að sjá hag sínum borgið að fara á markað í heimalandi sínu. Þar eru líka höfuðstöðvar þeirra og fjárfestarnir sem þekkja fyrirtækin best,“ segir Hans-Ole Jochumsen. Engin stangveiðiFyrirhugað var að kynna forstjóranum nýja fyrir gjöfulli náttúrunni hér og bjóða honum meðal annars í stangveiði. En nýja starfið varð til þess að áætlanir röskuðust nokkuð og verður veiðin að bíða betri tíma. „Við konan seldum húsið okkar fyrir nokkru og verðum að flytja út,“ segir Hans-Ole en þau hjón eru að flytja af Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu til Stokkhólms en þar eru höfuðstöðvar kauphallasamstæðunnar á Norðurlöndunum. Nýju híbýlin fá þau ekki fyrr en í byrjun október. „Ég verð að fara heim og pakka með konunni, annað væri ósanngjarnt,“ segir forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX.
Undir smásjánni Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira