Viðskipti innlent

Enn misræmi á íslensku krónunni

Talsverðu munar á því hvað þarf að reiða fram fyrir erlendan gjaldeyri í Seðlabankanum og hjá Kaupþing hér og í Svíþjóð.
Talsverðu munar á því hvað þarf að reiða fram fyrir erlendan gjaldeyri í Seðlabankanum og hjá Kaupþing hér og í Svíþjóð.
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,38 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 251,8 stigum. Talsvert misræmi er á gengi krónunnar hér og í öðrum löndum. Einn Bandaríkjadalur kostar nú 137 krónur samkvæmt miðgengi Seðlabanka Íslands. Samkvæmt gjaldeyrisvef Kaupþings kostar dalurinn 96 krónur en 120 krónur í Svíþjóð. Þá kostar ein evra 198,8 krónur í Seðlabankanum, en 132 krónur hjá Kaupþing hér en 164 íslenskar krónur í Svíþjóð. Þá kostar pundið 240 krónur í Seðlabankanum og ein dönsk króna 25,5 krónur íslenskar. Danska krónan kostar 17,8 krónur hjá Kaupþingi en 22 íslenkar hjá Kaupþingi í Svíþjóð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×