Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari náði besta tímanum á fyrstu æfingunni fyrir Silverstone kappaksturinn í dag. Skömmu síðar lenti hann í óhappi og ók út af.
Massa ók hringinn á 19,575 sekúndum en ók síðan í olíupoll eftir Renault-bifreið Fernando Alonso og keyrði út af á um 180 mílna hraða. Hann slapp ómeiddur.
Heikki Kovalainen náði öðrum besta tímanum og Lewis Hamilton var þar stutt á eftir. Kimi Raikkönen náði fjórða besta tímanum.