Ungstirnið Shia LaBeouf hefur hreppt aðalhlutverkið í lagatryllingnum The Associate sem er byggð á samnefndri bók Johns Grisham. Í myndinni leikur LaBeouf nemanda sem er við það að útskrifast úr lagadeild Yale-háskóla þegar hann hefur störf hjá virtu lagafyrirtæki. Þar eru honum látnar í té leyndar upplýsingar varðandi stóra málshöfðun.
Bókin The Associate, sem kemur út í janúar á næsta ári, er fyrsta skáldsaga Grishams í þrjú ár, eða síðan The Broker kom út. Á meðal annarra bóka Grishams sem hafa verið kvikmyndaðar eru A Time to Kill og The Client.