Schumacher: Hamilton getur slegið metið mitt 27. október 2008 09:33 NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira