Ekki lesa þetta! Krepputal! Þráinn Bertelsson skrifar 6. október 2008 06:00 Eins og allir vita sem fylgjast með fréttatilkynningum frá landlæknisembættinu og heilsuverndarstofnunum getur sannleikurinn valdið bæði kvíða og áhyggjum, einkum meðal sauðsvarts almúgans. Því ber að varast fyrir ráðamenn þjóðarinnar og fjölmiðla að birta vondar og neikvæðar fréttir sem gera ekkert annað en að vekja óöryggi og kvíða hjá fólki sem þarf að einbeita sér að vinnu sinni og fylgjast með Britney Spears og bresku knattspyrnunni. Konum og börnum, öðrum aumingjum og hjartveiku fólki, einkum með fokdýra gangráða, er því bent á að hætta að lesa þessa grein NÚNA STRAX og snúa sér heldur að sjónvarpsdagskránni sem er að finna inni í blaðinu. Í þeirri bullandi kreppu því tímabundna óvissuástandi sem nú kaffærir þjóðina má sjá fregnir um í óvönduðum fjölmiðlum er svonefndur vinnustaðahúmor er sú olía það lífræna eldsneyti sem varast ber umfram allt að bæta á eld óttans. Því hefur verið ákveðið að niðurgreiða úr ríkissjóði verð á eyrnatöppum úr sílíkoni vaxi og bómull svo að viðkvæmar sálir þurfi ekki að heyra kaldlynd ruddamenni gantast með: Að fyrsta verk Alþingis til að sýna samstöðu og alvöru málsins ætti að vera að hætta að draga lappirnar af þvermóðskugræðgi og afnema eftirlaunaósómann reglur um eftirlaun þing- og embættismanna áður en leitað verður samráðs við kommúnistakommissarana forystumenn verkalýðshreyfingar og lífeyrissjóði. Það er að segja strax í dag. Að skipta um stjórn í Seðlabankanum eigi síðar en í dag og fela óspilltum fagmanni eins og prófessor Þorvaldi Gylfasyni húsverðinum að taka við lyklunum að sjoppunni. Að smala saman ofurlaunahyskinu og láta það skila aftur þeim peningum sem ekki hafa þegar farið í ofurneyslu og láta það standa í gapastokki á Austurvelli fram á Þorláksmessu. Að afnema verðbætur á skuldir nema laun verði einnig verðtryggð. Að taka upp Matadorspeninga og hefja nýja umferð í leiknum evru og ganga í Efnahagsbandalagið. Að opna sendiráð í Simbabve og Túrkmenistan. Að aðhafast ekkert. Láta eins og ekkert sé og vera bjartsýn. Þetta reddast einhvern veginn eins og venjulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Eins og allir vita sem fylgjast með fréttatilkynningum frá landlæknisembættinu og heilsuverndarstofnunum getur sannleikurinn valdið bæði kvíða og áhyggjum, einkum meðal sauðsvarts almúgans. Því ber að varast fyrir ráðamenn þjóðarinnar og fjölmiðla að birta vondar og neikvæðar fréttir sem gera ekkert annað en að vekja óöryggi og kvíða hjá fólki sem þarf að einbeita sér að vinnu sinni og fylgjast með Britney Spears og bresku knattspyrnunni. Konum og börnum, öðrum aumingjum og hjartveiku fólki, einkum með fokdýra gangráða, er því bent á að hætta að lesa þessa grein NÚNA STRAX og snúa sér heldur að sjónvarpsdagskránni sem er að finna inni í blaðinu. Í þeirri bullandi kreppu því tímabundna óvissuástandi sem nú kaffærir þjóðina má sjá fregnir um í óvönduðum fjölmiðlum er svonefndur vinnustaðahúmor er sú olía það lífræna eldsneyti sem varast ber umfram allt að bæta á eld óttans. Því hefur verið ákveðið að niðurgreiða úr ríkissjóði verð á eyrnatöppum úr sílíkoni vaxi og bómull svo að viðkvæmar sálir þurfi ekki að heyra kaldlynd ruddamenni gantast með: Að fyrsta verk Alþingis til að sýna samstöðu og alvöru málsins ætti að vera að hætta að draga lappirnar af þvermóðskugræðgi og afnema eftirlaunaósómann reglur um eftirlaun þing- og embættismanna áður en leitað verður samráðs við kommúnistakommissarana forystumenn verkalýðshreyfingar og lífeyrissjóði. Það er að segja strax í dag. Að skipta um stjórn í Seðlabankanum eigi síðar en í dag og fela óspilltum fagmanni eins og prófessor Þorvaldi Gylfasyni húsverðinum að taka við lyklunum að sjoppunni. Að smala saman ofurlaunahyskinu og láta það skila aftur þeim peningum sem ekki hafa þegar farið í ofurneyslu og láta það standa í gapastokki á Austurvelli fram á Þorláksmessu. Að afnema verðbætur á skuldir nema laun verði einnig verðtryggð. Að taka upp Matadorspeninga og hefja nýja umferð í leiknum evru og ganga í Efnahagsbandalagið. Að opna sendiráð í Simbabve og Túrkmenistan. Að aðhafast ekkert. Láta eins og ekkert sé og vera bjartsýn. Þetta reddast einhvern veginn eins og venjulega.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun