Fyrrum spretthlauparinn Tim Montgomery frá Bandaríkjunum var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir heróínsölu.
Fyrrum heimsmethafinn í 100 metra hlaupi hafði þegar gengist við því að hafa ætlað að selja um 100 grömm af heróíni, en hann hefur nú þegar hafið fjögurra ára afplánun fyrir að hafa falsað ávísanir fyrir tæplega tvær milljónir dollara.
Montgomery þarf því að dúsa í fangelsi í næstum tíu ár fyrir bæði brot. Hann fór í keppnisbann fyrir þremur árum eftir að hafa verið fundinn sekur um að nota stera.