Bush Bandaríkjaforseti mun í dag tilkynna stefnubreytingu gagnvart Kúbu. Bandaríkin hafa haft Kúbu í viðskipta- og samskiptabanni í marga áratugi.
Breytingin sem Bush gerir mun gera Bandaríkjamönnum kleift að senda ættingjum sínum á Kúbu farsíma.
Yfirvöld á Kúbu hófu nýlega sölu á farsímum til almennings. Þykjast menn þar sjá hönd Raouls Castro, sem tók við völdum af Fídel bróður sínum í febrúar síðastliðnum.
Fidel var ekkert um að þegnar hans hefðu eitthvað samband við umheiminn.
Þótt hægt fari hefur Raoul Castro aðeins verið að slaka á klónni á nokkrum sviðum.