Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er nú á leið út til Danmerkur þar sem það mun leika fjóra leiki á jafnmörgum dögum á Norðurlandamótinu eftir helgi.
Mótið stendur yfir dagana 4.-9. ágúst og fer fram í Gentofte í Danmörku. Íslenska liðið situr hjá fyrsta daginn en mætir svo Svíum, Norðmönnum, Finnum og Dönum á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag.
Íslenski landsliðshópurinn:
Helena Sverrirsdóttir, TCU (21 leikur - 310 stig)
Hildur Sigurðardóttir, KR (52 leikir - 287 stig)
Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík (1 leikur)
Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík (2 leikir)
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar (8 leikir - 25 stig)
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (5 leikir - 8 stig)
María Ben Erlingsdóttir, UTPA (16 leikir - 39 stig)
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík (6 leikir - 14 stig)
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (6 leikir - 3 stig)
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar (Nýliði)
Signý Hermannsdóttir, Valur (44 leikir - 373 stig) - Fyrirliði
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR (3 leikir - 4 stig)
Smelltu hér til að fara á heimasíðu mótsins
Dagskráin hjá íslenska liðinu:
Þriðjudagur 5. ágúst
Hvíldardagur (Ísland og Finnland eru einu þjóðirnar sem þurfa að leika fjóra leiki í röð. Norðmenn hvíla á miðvikudegi, Danir hvíla á fimmtudegi og Svíar hvíla á föstudegi. Finnar spila ekki á lokadegi mótsins)
Miðvikudagur 6. ágúst
16.30 Ísland-Svíþjóð (14.30 á íslenskum tíma)
Fimmtudagur 7. ágúst
18.45 Ísland-Noregur (16.45)
Föstudagur 8. ágúst
15.00 Ísland-Finnland (13.00)
Laugardagur 9. ágúst
15.30 Ísland-Danmörk (13.30)
Signý Hermannsdóttir verður fyrirliði íslenska liðsins líkt og undanfarin þrjú ár og tók Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, saman skemmtilegan pistil um hana á heimasíðu KKÍ sem lesa má hér.