Stærsta sjónvarpsíþróttahelgi sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2008 14:03 Um helgina ræðst hverjir verða Englandsmeistarar í knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn. Erlendar Innlendar Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn.
Erlendar Innlendar Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira