Uefa bikarinn: Sevilla sat eftir - ljóst hvaða lið komast áfram 18. desember 2008 21:41 Tom Huddlestone jafnaði fyrir Tottenham NordicPhotos/GettyImages Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið fara áfram í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, en dregið verður í 32- og 16-liða úrslit keppninnar á morgun. Í A-riðli vann PSG 4-0 sigur á Twente og Santander vann auðveldan 3-1 sigur á arfaslöku liði Manchester City. City endaði samt í efsta sæti riðilsins og fer áfram ásamt Twente og PSG. Í B-riðli vann Metalist Kharkiv 1-0 útisigur á Benfica og Olympiakos vann Hertha Berlin 4-0. Þar fara Metalist, Galatasaray og Olympiakos áfram. Í C-riðli vann Sampdoria góðan 1-0 sigur á Sevilla og sópaði spænska liðinu þar með út úr keppninni. Standard hirti toppsætið þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Stuttgart í kvöld og þar eru Stuttgart og Sampdoria líka komin áfram. Í D-riðli mætti Tottenham liði Spartak Moskvu á heimavelli sínum og lenti undir 2-0 en náði að jafna 2-2 með mörkum frá Luca Modric og Tom Huddlestone á sex mínútna kafla í síðari hálfleik. Udinese náði efsta sæti riðilsins þrátt fyrir 2-0 tap fyrir NEC í kvöld, Tottenham tók annað sætið og NEC það þriðja. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í 32- og svo 16-liða úrslitin: Sigurvegarar í riðli: Man City, Metalist, Standard, Udinese, Wolfsburg, HSV, St. Etienne og CSKA Moskva. Annað sæti í riðli: Twente, Galatasaray, Stuttgart, Tottenham, AC MIlan, Ajax, Valencia og Deportivo. Þriðja sæti í riðli: PSG, Olympiakos, Sampdoria, Nijmegen, Braga, Aston Villa, FC Kaupmannahöfn og Lech Poznari. Lið úr Meistaradeild Evrópu: Bordeaux, Werder Bremen, Shakhtar Donetsk, Marseille, Álaborg, Fiorentina, Dymano Kiev og Zenit Pétursborg. * Lið frá sama landi geta ekki lent saman í 32-liða úrslitunum. * Sigurvegari í riðli lendir á móti liði sem hafnaði í þriðja sæti í riðli og liðin sem höfnuðu í öðru sæti í riðli lenda á móti liðum sem koma úr Meistaradeildinni. * Liðin sem lentu í fyrsta og öðru sæti í sínum riðli fá síðari leikinn á heimavelli. Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 18./19. og 26. febrúar. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 12. og 18./19. mars. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið fara áfram í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, en dregið verður í 32- og 16-liða úrslit keppninnar á morgun. Í A-riðli vann PSG 4-0 sigur á Twente og Santander vann auðveldan 3-1 sigur á arfaslöku liði Manchester City. City endaði samt í efsta sæti riðilsins og fer áfram ásamt Twente og PSG. Í B-riðli vann Metalist Kharkiv 1-0 útisigur á Benfica og Olympiakos vann Hertha Berlin 4-0. Þar fara Metalist, Galatasaray og Olympiakos áfram. Í C-riðli vann Sampdoria góðan 1-0 sigur á Sevilla og sópaði spænska liðinu þar með út úr keppninni. Standard hirti toppsætið þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Stuttgart í kvöld og þar eru Stuttgart og Sampdoria líka komin áfram. Í D-riðli mætti Tottenham liði Spartak Moskvu á heimavelli sínum og lenti undir 2-0 en náði að jafna 2-2 með mörkum frá Luca Modric og Tom Huddlestone á sex mínútna kafla í síðari hálfleik. Udinese náði efsta sæti riðilsins þrátt fyrir 2-0 tap fyrir NEC í kvöld, Tottenham tók annað sætið og NEC það þriðja. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í 32- og svo 16-liða úrslitin: Sigurvegarar í riðli: Man City, Metalist, Standard, Udinese, Wolfsburg, HSV, St. Etienne og CSKA Moskva. Annað sæti í riðli: Twente, Galatasaray, Stuttgart, Tottenham, AC MIlan, Ajax, Valencia og Deportivo. Þriðja sæti í riðli: PSG, Olympiakos, Sampdoria, Nijmegen, Braga, Aston Villa, FC Kaupmannahöfn og Lech Poznari. Lið úr Meistaradeild Evrópu: Bordeaux, Werder Bremen, Shakhtar Donetsk, Marseille, Álaborg, Fiorentina, Dymano Kiev og Zenit Pétursborg. * Lið frá sama landi geta ekki lent saman í 32-liða úrslitunum. * Sigurvegari í riðli lendir á móti liði sem hafnaði í þriðja sæti í riðli og liðin sem höfnuðu í öðru sæti í riðli lenda á móti liðum sem koma úr Meistaradeildinni. * Liðin sem lentu í fyrsta og öðru sæti í sínum riðli fá síðari leikinn á heimavelli. Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 18./19. og 26. febrúar. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 12. og 18./19. mars.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira