Hinn hljóði heimur 30. júlí 2008 00:01 Lent í lok keppnisdags á Hellu. aðsendMynd/Eggert Norðdal „Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
„Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira