Erlent

Bandarísk herskip komin til Georgíu

Óli Tynes skrifar
USS McFaul við strönd Georgíu.
USS McFaul við strönd Georgíu.

Bandaríski tundurspillirinn USS McFaul kom til Georgíu í gær með ýmis hjálpargögn eftir stríðið milli Georgíu og Rússlands.

Þrjú Bandarísk herskip sigldu um helgina inn á Svartahaf með hjálpargögn.

Rússar eru enn með herlið í Georgíu og rússnesk herskip liggja undan ströndum Abkasíu. Rússar hafa sagt að þeir muni fylgjast með flutningum um Georgisku hafnarborgina Poti og skoða skipsfarma ef þeim sýnist svo.

Ekki gerðu þeir þó neinar kröfur um að skoða farm bandarísku herskipanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×