Wembley orðið að kappakstursvelli 10. desember 2008 15:33 Wembley er öðruvísi ásýndar með kappakstursbraut yfir grasinu. Keppt verður í meistaramóti ökumanna um næstu helgi á Wembley eins og í fyrra. Mynd: Getty Images Wembley er sögufrægt nafn í knattspynuheiminum, bæði nýji og gamli völlurinn eru heimsfræg fyrir fjölmarga landsleiki og úrslitaleiki. En í dag er búið að breyta grasinu í kappakstursvöll á nýja Wembley vellinum. Verður brautin prófuð í dag ásamt tímatökubúnaði, til að sannreyna að smíði brautarinnar hafi heppnast sem skyldi. Síðan munu 18 ökumenn spretta úr spori á sunnudaginn á alskyns kappaksturstækjum. Búist er við miklum fjölda áhorfenda, ekki síst vegna þess að Lewis Hamilton verður með tvö sýningaratriði á keppnisdag. Hann getur ekki keppt þar sem hann er tilnefndur sem íþrótttamaður ársins og er sérstök útsending hjá BBC um kvöldið sem hindrar þátttöku hans. Meistaramót ökumanna laðar að sér 18 af bestu ökumönnum heims í kappakstri og rallakstri. Verður mótiið í beinni útsendingu á Stöð 2 Spoort kl. 14.00 á sunnudaginn. Þeir ökumenn sem eru skráðir eru: Michael Schumacher, Sebastin Loeb, Sebastian Vettel, David Coulthard, Travis Pastrana, Jenson Button, Yvan Muller, Troy Bayliss, Adam Caroll, Gareth McHale, Tom Kristensen, Mathias Ekström, Carl Edwards og Yvan Muller. Enn á eftir að fylla skarð Mark Webber, sem fótbrotnaði á reiðhjóli á dögunum. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Wembley er sögufrægt nafn í knattspynuheiminum, bæði nýji og gamli völlurinn eru heimsfræg fyrir fjölmarga landsleiki og úrslitaleiki. En í dag er búið að breyta grasinu í kappakstursvöll á nýja Wembley vellinum. Verður brautin prófuð í dag ásamt tímatökubúnaði, til að sannreyna að smíði brautarinnar hafi heppnast sem skyldi. Síðan munu 18 ökumenn spretta úr spori á sunnudaginn á alskyns kappaksturstækjum. Búist er við miklum fjölda áhorfenda, ekki síst vegna þess að Lewis Hamilton verður með tvö sýningaratriði á keppnisdag. Hann getur ekki keppt þar sem hann er tilnefndur sem íþrótttamaður ársins og er sérstök útsending hjá BBC um kvöldið sem hindrar þátttöku hans. Meistaramót ökumanna laðar að sér 18 af bestu ökumönnum heims í kappakstri og rallakstri. Verður mótiið í beinni útsendingu á Stöð 2 Spoort kl. 14.00 á sunnudaginn. Þeir ökumenn sem eru skráðir eru: Michael Schumacher, Sebastin Loeb, Sebastian Vettel, David Coulthard, Travis Pastrana, Jenson Button, Yvan Muller, Troy Bayliss, Adam Caroll, Gareth McHale, Tom Kristensen, Mathias Ekström, Carl Edwards og Yvan Muller. Enn á eftir að fylla skarð Mark Webber, sem fótbrotnaði á reiðhjóli á dögunum.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira