Skothríðin Einar Már Jónsson skrifar 3. september 2008 06:00 Vera má að einhverjum finnist undarlegt hve Nikulás Sarkozy forseti skipar mikið rúm á þessum blöðum mínum, en þá er því til að svara að það er nánast ógerningur að skrifa um einhver frönsk málefni þessa stundina, hver sem þau eru, án þess að hann skjóti upp kollinum einhvers staðar í einhverjum línum eða þá á milli þeirra. Það er nefnilega ekki ofmælt að hann sé upphaf flestra þeirra tíðinda sem nú verða í Frakklandi eða endir þeirra, nema hvort tveggja sé. Og þetta sannaðist fyrir nokkru á dramatískan hátt. Síðast í júní var haldin mikil hersýning í borginni Carcassonne sunnarlega í landinu, sem er einn af þeim stöðum þar sem herbúðir með setuliði hafa verið staðsettar frá fornu fari. Sýningin var reyndar kölluð „opinn dagur" í herbúðunum, og eitt af því sem var til sýnis voru handbrögð hermannanna við að gera árás til að leysa gísla úr haldi. En þegar hermennirnir stukku fram og byrjuðu að freta úr sínum hólkum, gerðist furðulegur og í rauninni óskiljanlegur atburður. Það kom í ljós að einn hermannanna hafði ekki hlaðið hríðskotabyssu sína með púðurskotum eins og lög gera ráð fyrir, heldur hafði hann sett í hana raunveruleg skot með 5,56 mm kúlum, og nú skaut hann þeim á ímyndaðan hryðjuverkamann mitt í áhorfendaskaranum. Eftir skothríðina lágu sautján særðir. Fjórir voru mjög alvarlega særðir, þ.á m. tveir lífshættulega, en fyrir guðs miskunn lifðu þeir allir. Engin skýring fékkst á þessum atburði, og var ekki ljóst hvort þetta voru „mannleg mistök" eins og sagt er, hreinn og beinn klaufaskapur - frumhlaup hermanns sem ímyndaði sér öfugt við alla skynsemi að það væri meira púður í að hafa alvöru kúlur - eða þá vísvitandi spellvirki. Þetta síðasta er þó langólíklegast. Hermálaráðherrann og yfirmaður herforingjaráðs landhersins, Bruno Cuche hershöfðingi, fóru þegar á stúfana og heimsóttu þá sem særst höfðu. Um leið var boðuð rannsókn í málinu, og sá sem var talinn bera ábyrgðina var settur í gæsluvarðhald. Þetta var hörmulegur atburður, og voru viðbrögð yfirvalda í réttu samræmi við það; meira var varla hægt að gera að svo stöddu. En þá fann Sarkozy forseti brýna þörf fyrir að uppljúka sínum túla. Hann fór sjálfur til Carcassonne, gekk um sjúkrahúsið í fylgd með hermönnum, en hann heilsaði engum þeirra heldur rak hann vísifingurinn í áttina að Cuche hershöfðingja og sagði í bræði: „Þið eruð fúskarar! Það er ekki til í ykkur nein atvinnumennska!" Hann bætti því við, að hann vildi að mönnum yrði refsað yfir alla línuna, og svipuð orð lét hann falla í sjónvarpinu sama kvöld, af meiri hófsemi að vísu. Viðbrögðin við þessu voru þau að Bruno Cuche hershöfðingi sagði þegar af sér embætti sínu sem yfirmaður herforingjaráðs alls landhersins. Engin yfirlýsing var gefin, enda kalla Frakkar herinn gjarnan „hinn mikla þegjanda". En í orðræðum blaðamanna við herforingja sem „vildu ekki láta nafns síns getið" kom í ljós að hermenn voru yfirleitt sárir og reiðir, þeir töldu rangt að gera herinn í heild ábyrgan fyrir slysi einstaklings og einnig fannst þeim ómaklega farið með Cuche hershöfðingja. En við þetta bættist nú annað. Í júní var gefin út „hvít bók" um nýskipun franska hersins, og mátti þar lesa að í hinum mikla sparnaði hins opinbera og niðurskurði á öllum sviðum væri röðin nú komin að honum: það á sem sé að fækka í hernum um 54.000 menn á næstu árum og annað eftir því. Í eina tíð þurfti stórorrustu til að valda svo miklu mannfalli. Þetta þótti mörgum nokkuð langt gengið, ekki síst nú þegar herflokkar eru sendir til Afganistans: hvað svo sem mönnum finnst um þær aðgerðir er ekki álitamál að sá her sem fær slíkt hlutverk verður að vera vel búinn að mönnum og öðru. Hinir þöglu hermenn sögðu þó ekki neitt um þessa nýskipun, en þeim mun meira heyrðist í borgarstjórum á stöðum eins og Carcassonne þar sem hermenn hafa löngum verið staðsettir, gjarnan með fjölskyldum sínum. Þeir sáu fram á efnahagslegt hrun sinna borga ef herbúðirnar yrðu skyndilega lagðar niður, að þeim forspurðum, svo og lokun skóla og sjúkrahúsa og annað af því tagi. Nú er því svo komið að hyldýpisgjá virðist hafa opnast milli Sarkozys og hersins. Fréttaskýrendum kemur það ekki að öllu leyti á óvart, þeir sjá lítið sameiginlegt með herforingjum sem eru gjarnan kaþólskir, íhaldssamir upp á gamla móðinn og standandi á gömlum merg, afkomendur herforingja í marga ættliði, og svo á hinn bóginn þeim nýríku frjálshyggjumönnum og stjörnum skemmtanaiðnaðarins sem Sarkozy safnar í kringum sig. En þá vaknar spurningin: er hyggilegt af forsetanum að láta þessa gjá opnast og breikka? Það hefði de Gaulle varla talið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Vera má að einhverjum finnist undarlegt hve Nikulás Sarkozy forseti skipar mikið rúm á þessum blöðum mínum, en þá er því til að svara að það er nánast ógerningur að skrifa um einhver frönsk málefni þessa stundina, hver sem þau eru, án þess að hann skjóti upp kollinum einhvers staðar í einhverjum línum eða þá á milli þeirra. Það er nefnilega ekki ofmælt að hann sé upphaf flestra þeirra tíðinda sem nú verða í Frakklandi eða endir þeirra, nema hvort tveggja sé. Og þetta sannaðist fyrir nokkru á dramatískan hátt. Síðast í júní var haldin mikil hersýning í borginni Carcassonne sunnarlega í landinu, sem er einn af þeim stöðum þar sem herbúðir með setuliði hafa verið staðsettar frá fornu fari. Sýningin var reyndar kölluð „opinn dagur" í herbúðunum, og eitt af því sem var til sýnis voru handbrögð hermannanna við að gera árás til að leysa gísla úr haldi. En þegar hermennirnir stukku fram og byrjuðu að freta úr sínum hólkum, gerðist furðulegur og í rauninni óskiljanlegur atburður. Það kom í ljós að einn hermannanna hafði ekki hlaðið hríðskotabyssu sína með púðurskotum eins og lög gera ráð fyrir, heldur hafði hann sett í hana raunveruleg skot með 5,56 mm kúlum, og nú skaut hann þeim á ímyndaðan hryðjuverkamann mitt í áhorfendaskaranum. Eftir skothríðina lágu sautján særðir. Fjórir voru mjög alvarlega særðir, þ.á m. tveir lífshættulega, en fyrir guðs miskunn lifðu þeir allir. Engin skýring fékkst á þessum atburði, og var ekki ljóst hvort þetta voru „mannleg mistök" eins og sagt er, hreinn og beinn klaufaskapur - frumhlaup hermanns sem ímyndaði sér öfugt við alla skynsemi að það væri meira púður í að hafa alvöru kúlur - eða þá vísvitandi spellvirki. Þetta síðasta er þó langólíklegast. Hermálaráðherrann og yfirmaður herforingjaráðs landhersins, Bruno Cuche hershöfðingi, fóru þegar á stúfana og heimsóttu þá sem særst höfðu. Um leið var boðuð rannsókn í málinu, og sá sem var talinn bera ábyrgðina var settur í gæsluvarðhald. Þetta var hörmulegur atburður, og voru viðbrögð yfirvalda í réttu samræmi við það; meira var varla hægt að gera að svo stöddu. En þá fann Sarkozy forseti brýna þörf fyrir að uppljúka sínum túla. Hann fór sjálfur til Carcassonne, gekk um sjúkrahúsið í fylgd með hermönnum, en hann heilsaði engum þeirra heldur rak hann vísifingurinn í áttina að Cuche hershöfðingja og sagði í bræði: „Þið eruð fúskarar! Það er ekki til í ykkur nein atvinnumennska!" Hann bætti því við, að hann vildi að mönnum yrði refsað yfir alla línuna, og svipuð orð lét hann falla í sjónvarpinu sama kvöld, af meiri hófsemi að vísu. Viðbrögðin við þessu voru þau að Bruno Cuche hershöfðingi sagði þegar af sér embætti sínu sem yfirmaður herforingjaráðs alls landhersins. Engin yfirlýsing var gefin, enda kalla Frakkar herinn gjarnan „hinn mikla þegjanda". En í orðræðum blaðamanna við herforingja sem „vildu ekki láta nafns síns getið" kom í ljós að hermenn voru yfirleitt sárir og reiðir, þeir töldu rangt að gera herinn í heild ábyrgan fyrir slysi einstaklings og einnig fannst þeim ómaklega farið með Cuche hershöfðingja. En við þetta bættist nú annað. Í júní var gefin út „hvít bók" um nýskipun franska hersins, og mátti þar lesa að í hinum mikla sparnaði hins opinbera og niðurskurði á öllum sviðum væri röðin nú komin að honum: það á sem sé að fækka í hernum um 54.000 menn á næstu árum og annað eftir því. Í eina tíð þurfti stórorrustu til að valda svo miklu mannfalli. Þetta þótti mörgum nokkuð langt gengið, ekki síst nú þegar herflokkar eru sendir til Afganistans: hvað svo sem mönnum finnst um þær aðgerðir er ekki álitamál að sá her sem fær slíkt hlutverk verður að vera vel búinn að mönnum og öðru. Hinir þöglu hermenn sögðu þó ekki neitt um þessa nýskipun, en þeim mun meira heyrðist í borgarstjórum á stöðum eins og Carcassonne þar sem hermenn hafa löngum verið staðsettir, gjarnan með fjölskyldum sínum. Þeir sáu fram á efnahagslegt hrun sinna borga ef herbúðirnar yrðu skyndilega lagðar niður, að þeim forspurðum, svo og lokun skóla og sjúkrahúsa og annað af því tagi. Nú er því svo komið að hyldýpisgjá virðist hafa opnast milli Sarkozys og hersins. Fréttaskýrendum kemur það ekki að öllu leyti á óvart, þeir sjá lítið sameiginlegt með herforingjum sem eru gjarnan kaþólskir, íhaldssamir upp á gamla móðinn og standandi á gömlum merg, afkomendur herforingja í marga ættliði, og svo á hinn bóginn þeim nýríku frjálshyggjumönnum og stjörnum skemmtanaiðnaðarins sem Sarkozy safnar í kringum sig. En þá vaknar spurningin: er hyggilegt af forsetanum að láta þessa gjá opnast og breikka? Það hefði de Gaulle varla talið.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun