Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu 18. október 2008 04:00 Gríðarhress á sviði CSS frá Brasílíu spila kl. 23 í kvöld. „Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira