Formúla 1 mun lifa efnahagskreppuna 5. desember 2008 11:27 Ross Brawn leitar nú samstarfs við Ferrari til að bjarga búnaði Honda liðsins. Kaupendur virðast vera að liðinu ef það er keppnisfært. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone segir að þrátt fyrir tilkynningu Honda þess efnis í morgun að fyrirtækið sé hætt i Formúlu 1, þá muni íþróttin lifa efnahagskreppuna af. Honda menn sögðu efnahagskreppuna ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að hætta í Formúlu 1. Búnaður liðsins er til sölu og líklegir kaupendur eru sagðir að búnaði liðsins, en Ross Brawn framkvæmdarstjóri liðsins leitar nú leiða til að bjarga því sem bjargað verður. Hann hefur þrjá mánuði til að varna því að höfuðstöðvum keppnisliðsins sem hann tók við í janúar verði lokað fyrir fullt og allt. Hann á í viðræðum við Ferrari um að útvega vélar. "Formúla 1 er ekki í meiri vandamálum en önnur fyrirtæki. Það er efnahagskreppa, en hjólin munu ekki hætt að snúast. Það er allir að vinna eins og brjálæðingar að því að minnka rekstrarkostnað og síðast í gær voru tæknimenn liða að hittast til að skoða hvað betur megi fara", sagði Ecclestone um ákvörðun Honda. Nick Fry sem er yfirmaður Honda liðsins segir að unnið sé að því að lið spari 50-60 miljónir evra á næsta ári. Formúlu 1 lið stofnuðu sérstök samtök á þessu ári til að vinna að því að einfalda gerð Formúlu 1 bíla og nýjar reglur hvað það varðar líta dagsins ljós á næsta ári. "Formúla 1 laðar að sér 600 miljónir sjónvarpsáhorfenda og er í svipaðri stærðargráðu og Olympíuleikar. Íþróttin mun ekki stöðvast vegna kreppunnar. Stóru liðin kosta til 300-400 miljónum evra á ári og það er mikið fé. En íþróttin er líka áberandi og laðar að sér auglýsingafé og forráðamenn liðanna vita að það þarf að spara á næstu árum", sagði Nick Fry. Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone segir að þrátt fyrir tilkynningu Honda þess efnis í morgun að fyrirtækið sé hætt i Formúlu 1, þá muni íþróttin lifa efnahagskreppuna af. Honda menn sögðu efnahagskreppuna ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að hætta í Formúlu 1. Búnaður liðsins er til sölu og líklegir kaupendur eru sagðir að búnaði liðsins, en Ross Brawn framkvæmdarstjóri liðsins leitar nú leiða til að bjarga því sem bjargað verður. Hann hefur þrjá mánuði til að varna því að höfuðstöðvum keppnisliðsins sem hann tók við í janúar verði lokað fyrir fullt og allt. Hann á í viðræðum við Ferrari um að útvega vélar. "Formúla 1 er ekki í meiri vandamálum en önnur fyrirtæki. Það er efnahagskreppa, en hjólin munu ekki hætt að snúast. Það er allir að vinna eins og brjálæðingar að því að minnka rekstrarkostnað og síðast í gær voru tæknimenn liða að hittast til að skoða hvað betur megi fara", sagði Ecclestone um ákvörðun Honda. Nick Fry sem er yfirmaður Honda liðsins segir að unnið sé að því að lið spari 50-60 miljónir evra á næsta ári. Formúlu 1 lið stofnuðu sérstök samtök á þessu ári til að vinna að því að einfalda gerð Formúlu 1 bíla og nýjar reglur hvað það varðar líta dagsins ljós á næsta ári. "Formúla 1 laðar að sér 600 miljónir sjónvarpsáhorfenda og er í svipaðri stærðargráðu og Olympíuleikar. Íþróttin mun ekki stöðvast vegna kreppunnar. Stóru liðin kosta til 300-400 miljónum evra á ári og það er mikið fé. En íþróttin er líka áberandi og laðar að sér auglýsingafé og forráðamenn liðanna vita að það þarf að spara á næstu árum", sagði Nick Fry.
Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira