U18 ára landslið Íslands í karlaflokki í handbolta lék í dag sinn fyrsta leik í milliriðli á Evrópumótinu. Keppnin stendur yfir í Tékklandi.
Liðið mætti Noregi í miklum spennuleik en Noregur vann leikinn 34-33. Úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálok leiksins.