Timo Glock: Frábært að vera fljótastur 10. október 2008 17:27 Timo Glock ræddi við blaðamenn eftir góðan árangur á Fuji brautinni í dag. Mynd: Getty Images Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira