Handbolti

FH á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH-ingar unnu góðan sigur á Stjörnunni í dag.
FH-ingar unnu góðan sigur á Stjörnunni í dag.
FH gerði sér lítið fyrir og kom sér á topp N1-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni á útivelli, 31-27.

Stjarnan var með forystuna í hálfleik, 15-14, en nýliðar FH tóku frumkvæðið í síðarið hálfleik og unnu fjögurra marka sigur.

Guðmundur Pedersen og Aron Pálmarsson skoruðu átta mörk hvor og Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö.

Hjá Stjörnunni var Fannar Friðgeirsson markahæstur með níu mörk en Fannar Þorbjörnsson skoraði sex.

Daníel Andrésson fór mikinn í marki FH og varði meira en helming þeirra skota sem á hann kom, alls fimmtán talsins.

Stjarnan er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Akureyri og Valur eru með átta stig, rétt eins og FH. Öll þrjú lið hafa spilað sex leiki til þessa.

Fram kemur svo í fjórða sæti með sjö stig en á leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×