Johnny Depp er sagður hafa samþykkt að leika í nýrri kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttaröðinni The Lone Ranger. Fer Depp með hlutverk hins snjalla aðstoðarmanns The Lone Ranger, indíánans Tonto.
Framleiðandi myndarinnar verður Jerry Bruckheimer, sem er maðurinn á bak við Pirates of the Caribbean-myndirnar sem Depp hefur leikið í. Hefur Depp einmitt samþykkt að leika sjóræningjann Jack Sparrow í fjórðu Pirates-myndinni.
Depp er með fleiri járn í eldinum því talið er að hann ætli að leika í nýrri mynd um Lísu í Undralandi í leikstjórn vinar síns Tims Burton.