Í morgun var dregið í riðla fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna. Ísland er í riðli með Póllandi, Slóvakíu, Lettlandi og Sviss.
Leikið verður í riðlunum seint í nóvember og mun efsta liðið í hverjum þeirra komast í umspil um sæti í úrslitakeppni HM sem haldin verður í Kína 29. nóvember til 13. desember 2009.