Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,09 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 171,5 stigum. Vísitalan endaði í 171,7 stigum í gær og hafði krónan aldrei verið veikari. Bandaríkjadalur kostar nú 92 krónur, ein evra 130,8 krónur, eitt breskt pund 164,2 krónur og ein dönsk króna 17,5 íslenskar krónur.