Evrópumótið í badminton hefst á morgun í Herning í Danmörku og stendur yfir fram yfir helgina. Íslenska landsliðið er nú með á mótinu í fyrsta sinn í langan tíma eftir sigur í keppni B-þjóða í byrjun síðasta árs.
Á morgun hefst liðakeppnin á mótinu þar sem íslenska liðið leikur gegn sterku liði Englendinga. Einstaklingskeppnin hefst á miðvikudaginn.
Ragna Ingólgsdóttir er á meðal keppenda á mótinu sem gefur stig á heimslistanum og því er til mikils að keppa fyrir Rögnu í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í sumar.