Franski ökuþórinn Sebastien Loeb á Citroen vann í dag sinn 40. sigur á ferlinum á heimsmeistaramótinu í ralli þegar hann sigraði í Sardínurallinu.
Loeb kom í mark rúmum 10 sekúndum á undan Mikko Hirvonen sem er í efsta sæti stigakeppninnar í ár og minnkaði forskot Finnans því niður í þrjú stig.
Sigur Loeb var nokkuð öruggur og hafði hann forystu í keppninni á 16 af síðustu 17 sérleiðum í rallinu.