Sport

Náði bílprófinu rétt fyrir kappakstur

Tom Cave er reyndur rallkappi þó hann sé aðeins 17 ára og hafi nýlokið við bílprófið í Wales
Tom Cave er reyndur rallkappi þó hann sé aðeins 17 ára og hafi nýlokið við bílprófið í Wales

Walesverjinn Tom Cave verður yngsti keppandi sögunnar í Walesrallinu þann 4. desember næstkomandi. Cave tilkynnti í dag að hann hefði náð bílprófinu og verður því 17 ára og 18 daga gamall í keppninni.

Það kann að hljóma einkennilega að drengur sem er nýbúinn að ná bílprófinu sé að fara að keppa í rallakstri, en hann er enginn nýgræðingur í greininni.

Cave hefur undanfarin tvö ár keppt í ralli í Lettlandi og er með öll tilskilin réttindi til að keppa þar í landi.

Hann þurfti hinsvegar hefðbundið ökuleyfi í Bretlandi til að keppa í heimalandi sínu í næsta mánuði, en þar er á ferðinni lokakeppnin á heimsmeistaramótinu í ralli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×