Mannaflsfrekar framkvæmdir fram undan 7. maí 2008 00:01 Mikill gangur er í byggingu tónlistarhússins á hafnarbakkanum í Reykjavík. Mannfrekar framkvæmdir eru fram undan, enda þótt útlendingar flykkist heim í auknum mæli.Markaðurinn/GVA Erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um fjögur þúsund í fyrra, að mati Vinnumálastofnunar. Stofnunin telur að um síðustu áramót hafi hátt í átján þúsund erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér. Það jafngildir um níu af hverjum hundrað á vinnumarkaði. Flestir í byggingariðnaðiHlutfallslega störfuðu flestir erlendir ríkisborgarar við mannvirkjagerð, eða um fjórir af hverjum tíu allra sem störfuðu í byggingariðnaði, í heildina um sex þúsund manns. Í lok árs 2005 áætlaði Vinnumálastofnun að erlendir starfsmenn í byggingariðnaði væru innan við tvö þúsund.Fyrir skömmu kom út skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði í vor. Þar er sérstaklega fjallað um erlenda starfsmenn og byggingariðnað.Fer að hægjast umVinnumálastofnun segir að enn virðist vera nokkur eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Hún nefnir að nýskráningar á vinnumarkaði hafi verið lítið eitt fleiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þar munar um tvö hundruð manns. Hins vegar telur stofnunin að fljótlega hægist á, vegna minnkandi umsvifa almennt og minnkandi einkaneyslu.Þá setur stofnunin einn fyrirvara. Auknar skráningar í ár megi hugsanlega skýra með auknu eftirliti og að um sé að ræða fólk sem komið var til landsins fyrir áramót.Erlendu verkafólki fækkarNú gerir Vinnumálastofnun hins vegar ráð fyrir að þessu fólki fækki, jafnvel um þrjú þúsund manns á árinu. Það sést meðal annars á útgáfu svonefndra E-vottorða, en erlendir ríkisborgarar taka þau með sér til heimalandsins til staðfestingar á áunnum rétti til atvinnuleysisbóta. Um þúsund slík vottorð voru gefin út á fyrstu þremur mánuðum ársins, en þau voru um tólf hundruð í fyrra, flest á síðari hluta ársins.Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, bendir raunar á að mörg þessara vottorða hafi verið vegna starfsmanna sem reistu álver á Reyðarfirði.Vinnumálastofnun bendir enn fremur á að fjöldi útgefinna leyfa og skráninga starfsfólks hafi verið yfir helmingur allra nýrra leyfa og skráninga árið 2005, en nú stefni í að þetta hlutfall verði um þriðjungur.Mikil veltaVinnumálastofnun gerir ráð fyrir að í heildina hafi um níu þúsund erlendir starfsmenn komið hingað til starfa í fyrra. Hins vegar er mismunandi hversu lengi fólk staldrar við. Þannig sýna tölur Hagstofunnar að erlendir ríkisborgarar flytja í töluverðum mæli frá landinu, eins og til þess. Í hitteðfyrra komu um sjö þúsund manns til landsins, en þá fóru ríflega fimmtán hundruð í burtu. Í fyrra komu um 7.400 erlendir ríkisborgarar hingað til lands, en þá fóru tæp fjögur þúsund heim aftur. Ríflega 2.800 eru komnir það sem af er ári, en tæplega sjö hundruð þegar farnir heim.Eins og áður sagði hafa þegar verið gefin út um þúsund E-vottorð, svo að þessu fólki mun fjölga. Þá gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að um þrjú þúsund erlendir ríkisborgarar hverfi heim á árinu.Fleira byggt en íbúðir„Íbúðarhúsnæði er sá hluti markaðarins sem er stopp. Það er bæði salan og fyrirgreiðslan í bönkunum," segir Árni Jóhannsson hjá mannvirkjadeild Samtaka iðnaðarins. Hann bendir hins vegar á að mannvirkjagerð sé meira en bygging íbúðarhúsnæðis. „Það er líka atvinnu- og verslunarhúsnæði, gatnagerð, hafnarframkvæmdir og verkefni sem tengjast stóriðju," segir Árni. Einnig má nefna tónlistarhúsið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Árni bætir því við að verktakar reyni að færa sig á milli, en þurfi til þess tíma. „Það er engin nauðlending á íbúðamarkaðnum. Það er eins og þessi grein hafi verið skotin niður úr tuttugu þúsund feta hæð." Hið opinbera skapi þúsund störfBent er á það í skýrslu Vinnumálastofnunar að til standi að verja 25 milljörðum króna af opinberu fé til samgöngumannvirkja á árinu. Stofnunin áætlar að um 750 manns fái störf við jarðvinnu, yfir 300 við brúargerð og um 150 manns við jarðgöng. „Á heildina litið er því ljóst að opinberar framkvæmdir við gerð samgöngumannvirkja munu vinna gegn því aukna atvinnuleysi sem fyrirsjáanlegt er vegna samdráttar við byggingu almenns íbúðar- og atvinnuhúsnæðis," segir í skýrslunni.Undir þetta tekur Árni Jóhannsson. „Þessi aukning þýðir þúsund störf, sem skiptir gríðarlegu máli." Árni bendir á að sextán þúsund manns starfi í byggingariðnaði. „Það er ekkert einkamál hvers og eins hvernig þessari grein reiðir af. Þetta skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið."Lítið atvinnuleysi vegna stóriðjuÞá er í skýrslu Vinnumálastofnunar fjallað um stóriðju og virkjanaframkvæmdir. Um fimmtán hundruð manns höfðu atvinnu af slíkum framkvæmdum í lok síðasta árs. Fjórir fimmtu þeirra voru erlendir starfsmenn. Flestir störfuðu við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra erlendu starfsmanna sem hafa unnið við þetta hafi horfið heim að framkvæmdum loknum. Gert sé ráð fyrir því að sama gildi um erlenda starfsmenn sem vinni að verkefnum sem ljúki á þessu ári og næsta.Meginniðurstaða stofnunarinnar er að ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist umtalsvert samfara minnkandi umsvifum á þessu sviði. Héðan og þaðan Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um fjögur þúsund í fyrra, að mati Vinnumálastofnunar. Stofnunin telur að um síðustu áramót hafi hátt í átján þúsund erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér. Það jafngildir um níu af hverjum hundrað á vinnumarkaði. Flestir í byggingariðnaðiHlutfallslega störfuðu flestir erlendir ríkisborgarar við mannvirkjagerð, eða um fjórir af hverjum tíu allra sem störfuðu í byggingariðnaði, í heildina um sex þúsund manns. Í lok árs 2005 áætlaði Vinnumálastofnun að erlendir starfsmenn í byggingariðnaði væru innan við tvö þúsund.Fyrir skömmu kom út skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði í vor. Þar er sérstaklega fjallað um erlenda starfsmenn og byggingariðnað.Fer að hægjast umVinnumálastofnun segir að enn virðist vera nokkur eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Hún nefnir að nýskráningar á vinnumarkaði hafi verið lítið eitt fleiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þar munar um tvö hundruð manns. Hins vegar telur stofnunin að fljótlega hægist á, vegna minnkandi umsvifa almennt og minnkandi einkaneyslu.Þá setur stofnunin einn fyrirvara. Auknar skráningar í ár megi hugsanlega skýra með auknu eftirliti og að um sé að ræða fólk sem komið var til landsins fyrir áramót.Erlendu verkafólki fækkarNú gerir Vinnumálastofnun hins vegar ráð fyrir að þessu fólki fækki, jafnvel um þrjú þúsund manns á árinu. Það sést meðal annars á útgáfu svonefndra E-vottorða, en erlendir ríkisborgarar taka þau með sér til heimalandsins til staðfestingar á áunnum rétti til atvinnuleysisbóta. Um þúsund slík vottorð voru gefin út á fyrstu þremur mánuðum ársins, en þau voru um tólf hundruð í fyrra, flest á síðari hluta ársins.Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, bendir raunar á að mörg þessara vottorða hafi verið vegna starfsmanna sem reistu álver á Reyðarfirði.Vinnumálastofnun bendir enn fremur á að fjöldi útgefinna leyfa og skráninga starfsfólks hafi verið yfir helmingur allra nýrra leyfa og skráninga árið 2005, en nú stefni í að þetta hlutfall verði um þriðjungur.Mikil veltaVinnumálastofnun gerir ráð fyrir að í heildina hafi um níu þúsund erlendir starfsmenn komið hingað til starfa í fyrra. Hins vegar er mismunandi hversu lengi fólk staldrar við. Þannig sýna tölur Hagstofunnar að erlendir ríkisborgarar flytja í töluverðum mæli frá landinu, eins og til þess. Í hitteðfyrra komu um sjö þúsund manns til landsins, en þá fóru ríflega fimmtán hundruð í burtu. Í fyrra komu um 7.400 erlendir ríkisborgarar hingað til lands, en þá fóru tæp fjögur þúsund heim aftur. Ríflega 2.800 eru komnir það sem af er ári, en tæplega sjö hundruð þegar farnir heim.Eins og áður sagði hafa þegar verið gefin út um þúsund E-vottorð, svo að þessu fólki mun fjölga. Þá gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að um þrjú þúsund erlendir ríkisborgarar hverfi heim á árinu.Fleira byggt en íbúðir„Íbúðarhúsnæði er sá hluti markaðarins sem er stopp. Það er bæði salan og fyrirgreiðslan í bönkunum," segir Árni Jóhannsson hjá mannvirkjadeild Samtaka iðnaðarins. Hann bendir hins vegar á að mannvirkjagerð sé meira en bygging íbúðarhúsnæðis. „Það er líka atvinnu- og verslunarhúsnæði, gatnagerð, hafnarframkvæmdir og verkefni sem tengjast stóriðju," segir Árni. Einnig má nefna tónlistarhúsið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Árni bætir því við að verktakar reyni að færa sig á milli, en þurfi til þess tíma. „Það er engin nauðlending á íbúðamarkaðnum. Það er eins og þessi grein hafi verið skotin niður úr tuttugu þúsund feta hæð." Hið opinbera skapi þúsund störfBent er á það í skýrslu Vinnumálastofnunar að til standi að verja 25 milljörðum króna af opinberu fé til samgöngumannvirkja á árinu. Stofnunin áætlar að um 750 manns fái störf við jarðvinnu, yfir 300 við brúargerð og um 150 manns við jarðgöng. „Á heildina litið er því ljóst að opinberar framkvæmdir við gerð samgöngumannvirkja munu vinna gegn því aukna atvinnuleysi sem fyrirsjáanlegt er vegna samdráttar við byggingu almenns íbúðar- og atvinnuhúsnæðis," segir í skýrslunni.Undir þetta tekur Árni Jóhannsson. „Þessi aukning þýðir þúsund störf, sem skiptir gríðarlegu máli." Árni bendir á að sextán þúsund manns starfi í byggingariðnaði. „Það er ekkert einkamál hvers og eins hvernig þessari grein reiðir af. Þetta skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið."Lítið atvinnuleysi vegna stóriðjuÞá er í skýrslu Vinnumálastofnunar fjallað um stóriðju og virkjanaframkvæmdir. Um fimmtán hundruð manns höfðu atvinnu af slíkum framkvæmdum í lok síðasta árs. Fjórir fimmtu þeirra voru erlendir starfsmenn. Flestir störfuðu við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra erlendu starfsmanna sem hafa unnið við þetta hafi horfið heim að framkvæmdum loknum. Gert sé ráð fyrir því að sama gildi um erlenda starfsmenn sem vinni að verkefnum sem ljúki á þessu ári og næsta.Meginniðurstaða stofnunarinnar er að ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist umtalsvert samfara minnkandi umsvifum á þessu sviði.
Héðan og þaðan Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira