Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sakað Breta um að vernda ekki Westminster höllina og Tower of London fyrir skýjakljúfum og íbúðablokkum.
Vegna þessa geti verið að Turninn verði settur á válista á næsta ári. Hann er einn af sjö byggingum í Bretlandi sem eru á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
Talsmaður stofnunarinnar segir að menn hafi sérstakar áhyggjur af því að 66 hæða turn sem á að reisa við London Bridge muni yfirgnæfa bæði brúna og Tower of London.