Gísli Örn væntanlegur í allar betri búðir 22. nóvember 2008 07:00 Gísli Örn verður eflaust settur í sölu sem action-fígúra þegar kvikmyndin Prince of Persia hefur verið frumsýnd árið 2010. MYND/fréttablaðið/hörður „Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010.Erfiður viðfangs Sir Ben Kingsley hefur orð á sér fyrir að vera erfiður í umgengni. Hann reyndist þó ljúfur sem lamb í þeim tökum sem Gísli tók þátt í.Tökur standa nú yfir í hinu fræga Pinewood-kvikmyndaveri en í því hafa langflestar James Bond-kvikmyndirnar verið gerðar. Gísli segir umhverfið vera hálffjarstæðukennt. Búið sé að breyta innviðum kvikmyndaversins í eyðimörk, þar er risinn kastali og öll smáatriði séu útpæld. „Þetta er svona svipað og ganga inn í einhverja Disney-veröld," útskýrir Gísli. Hann gerir sér fulla grein fyrir því hversu stórt þetta tækifæri er og nýtur þess til hins ýtrasta. Hann bætir því þó snögglega við að þetta sé jú bara eins og hver önnur vinna. „Maður veit auðvitað ekkert hvað verður. Ég hef heyrt ótrúlegar tröllasögur um fólk sem hefur eytt mörgum vikum og mánuðum á tökustað en er síðan bara klippt út úr myndinni. Engar smástjörnur eru á sveimi í kringum Gísla þessa dagana. Aðalleikarinn er Jake Gyllenhaal en auk hans eru Alfred Molina, Gemma Arteton og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Gísli segist mest hafa kviðið fyrir senunum með sir Ben. „Ég var pínulítið stressaður fyrir þær tökur. Maður hafði heyrt af því að hann væri erfiður í samstarfi og vildi láta kalla sig „sir" og svoleiðis. Ég var því hræddur um að ég væri of stífur, væri ekki að standa mig nógu vel eða væri eitthvað skrýtinn. Svo þegar á hólminn var komið reyndist hann bara fínn karl," segir Gísli og viðurkennir að hann hafi kallað Ben „sir" meðan á tökunum stóð. „Já, sem betur fer er allt í lagi að kalla miðaldra breska karlmenn sir," segir Gísli og hlær. Gísli stendur því óneitanlega í ströngu um þessar mundir því auk þess að sinna kvikmyndaleiknum er hann á fullu við æfingar á leikverkinu Don John með Royal Shakespeare Company. Verkið verður frumsýnt 18. desember næstkomandi og segir Gísli æfingarnar hafa gengið vel. „Þetta er líka ágætisleið til að koma manni í samband við raunveruleikann aftur eftir að hafa nánast týnst í ævintýraheimi Hollywood." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Jú, það er eitthvað þannig í gangi. Í það minnsta er búið að taka slíkar myndir af mér sem hugsaðar eru fyrir framleiðslu á einhverjum svona leikfangabrúðum. Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni," segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stórmyndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í og Fréttablaðið hefur greint frá. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010.Erfiður viðfangs Sir Ben Kingsley hefur orð á sér fyrir að vera erfiður í umgengni. Hann reyndist þó ljúfur sem lamb í þeim tökum sem Gísli tók þátt í.Tökur standa nú yfir í hinu fræga Pinewood-kvikmyndaveri en í því hafa langflestar James Bond-kvikmyndirnar verið gerðar. Gísli segir umhverfið vera hálffjarstæðukennt. Búið sé að breyta innviðum kvikmyndaversins í eyðimörk, þar er risinn kastali og öll smáatriði séu útpæld. „Þetta er svona svipað og ganga inn í einhverja Disney-veröld," útskýrir Gísli. Hann gerir sér fulla grein fyrir því hversu stórt þetta tækifæri er og nýtur þess til hins ýtrasta. Hann bætir því þó snögglega við að þetta sé jú bara eins og hver önnur vinna. „Maður veit auðvitað ekkert hvað verður. Ég hef heyrt ótrúlegar tröllasögur um fólk sem hefur eytt mörgum vikum og mánuðum á tökustað en er síðan bara klippt út úr myndinni. Engar smástjörnur eru á sveimi í kringum Gísla þessa dagana. Aðalleikarinn er Jake Gyllenhaal en auk hans eru Alfred Molina, Gemma Arteton og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Gísli segist mest hafa kviðið fyrir senunum með sir Ben. „Ég var pínulítið stressaður fyrir þær tökur. Maður hafði heyrt af því að hann væri erfiður í samstarfi og vildi láta kalla sig „sir" og svoleiðis. Ég var því hræddur um að ég væri of stífur, væri ekki að standa mig nógu vel eða væri eitthvað skrýtinn. Svo þegar á hólminn var komið reyndist hann bara fínn karl," segir Gísli og viðurkennir að hann hafi kallað Ben „sir" meðan á tökunum stóð. „Já, sem betur fer er allt í lagi að kalla miðaldra breska karlmenn sir," segir Gísli og hlær. Gísli stendur því óneitanlega í ströngu um þessar mundir því auk þess að sinna kvikmyndaleiknum er hann á fullu við æfingar á leikverkinu Don John með Royal Shakespeare Company. Verkið verður frumsýnt 18. desember næstkomandi og segir Gísli æfingarnar hafa gengið vel. „Þetta er líka ágætisleið til að koma manni í samband við raunveruleikann aftur eftir að hafa nánast týnst í ævintýraheimi Hollywood." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira