Pólitískt óvit Þorsteinn Pálsson skrifar 21. september 2008 08:00 Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun