Stefnir stórstjörnum til Íslands 5. desember 2008 06:30 Sigurjón Sighvats Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út," segir Sigurjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Myndin segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllenhaal hefur verið myndaður í fatnaði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norður í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni," segir Sigurjón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út," segir Sigurjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Myndin segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllenhaal hefur verið myndaður í fatnaði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norður í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni," segir Sigurjón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira