Massa lærði mikið af Schumacher 23. október 2008 16:03 Felipe Massa hefur notið stuðnings Michael Schumacher og þeim er vel til vina. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira