Massa lærði mikið af Schumacher 23. október 2008 16:03 Felipe Massa hefur notið stuðnings Michael Schumacher og þeim er vel til vina. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira