Ecclestone : Sigrar færi titil ekki stig 19. nóvember 2008 08:45 Bernie Ecclestone og Fabio Capello í heitum samræðum á fótboltaleik. mynd: Getty Images Bernie Ecclestone er að skoða þá hugmynd að flestir sigrar í Formúlu 1 færi mönnum meistaratitil ökumanna á næsta ári, en ekki stigasöfnun. Lewis Hamilton varð meistari þó Felipe Massa ynni fleiri sigra og í lokamótinu rétt náði hann fimmta sæti og hreppti titilinn. Ökumenn keyra upp á stig, en sækja ekki nógu fast að gullverðlaunum að mati Ecclestone. "FIA og keppnisliðin eru sammála þessari hugmynd að gullið verði mikilvægara, það skilja allir hvað gull er, brons og silfur. Markmið ökumanna í fyrsta móti næsta árs á að vera að vinna gullið", sagði Ecclestone. Stigagjöf hefur ráðið gangi mála í Formúlu 1, fyrir sigur fást 10 stig, annað sæti 8, þriðja 6 og síðan koll af kolli. Hamilton vann Massa með eins stigs mun í ár og í fyrra munaði aðeins einu stigi á Kimi Raikkönen, Fernando Alonso og Hamilton. Spennan hefur því verið til staðar en trúlega yrði baráttan enn meiri í einstökum mótið ef vægi fyrsta sætis yrði enn meira. Áður fyrr var stigagjöfin 10, 6, 5, 4, 3, 2, og 1 stig, en munurinn á milli fyrsta og annars sætis var svo minnkaður. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone er að skoða þá hugmynd að flestir sigrar í Formúlu 1 færi mönnum meistaratitil ökumanna á næsta ári, en ekki stigasöfnun. Lewis Hamilton varð meistari þó Felipe Massa ynni fleiri sigra og í lokamótinu rétt náði hann fimmta sæti og hreppti titilinn. Ökumenn keyra upp á stig, en sækja ekki nógu fast að gullverðlaunum að mati Ecclestone. "FIA og keppnisliðin eru sammála þessari hugmynd að gullið verði mikilvægara, það skilja allir hvað gull er, brons og silfur. Markmið ökumanna í fyrsta móti næsta árs á að vera að vinna gullið", sagði Ecclestone. Stigagjöf hefur ráðið gangi mála í Formúlu 1, fyrir sigur fást 10 stig, annað sæti 8, þriðja 6 og síðan koll af kolli. Hamilton vann Massa með eins stigs mun í ár og í fyrra munaði aðeins einu stigi á Kimi Raikkönen, Fernando Alonso og Hamilton. Spennan hefur því verið til staðar en trúlega yrði baráttan enn meiri í einstökum mótið ef vægi fyrsta sætis yrði enn meira. Áður fyrr var stigagjöfin 10, 6, 5, 4, 3, 2, og 1 stig, en munurinn á milli fyrsta og annars sætis var svo minnkaður.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira