Reglur eða mat? Þorsteinn Pálsson skrifar 8. júlí 2008 06:00 Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun