Mæðgurnar Michelle Wendell og Angela Deaver í Nebraska lifa góðu lífi á rúmlega sexhundruð geitum sínum.
Þær stunda þó ekki hefðbundinn geitabúskap heldur leigja geiturnar til nautgripabænda til þess að éta illgresi á ökrum þeirra.
Nautgripabændurnir hafa áratugum saman notað kemisk efni til þess að halda illgresinu í skefjum.
Vaxandi fjöldi þeirra kýs nú frekar að leigja geiturnar. Það er bæði ódýrara, geiturnar menga ekkert, þvert á móti bera þær á og síðast en ekki síst virka þær miklu betur en eiturefnin.