Þekking fjármálafólksins virkjuð 22. október 2008 00:01 Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir mikilvægt að skapa frjóan vettvang fyrir það velmenntaða starfsfólk fjármálafyrirtækjanna sem er að missa vinnuna á næstunni. „Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageirinn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Noregs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglulega ásamt öðrum, svo sem forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir að bankarnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en Nýsköpunarmiðstöðin, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleysisbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hugmyndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbyggingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofubúnað,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira
„Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageirinn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Noregs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglulega ásamt öðrum, svo sem forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir að bankarnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en Nýsköpunarmiðstöðin, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleysisbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hugmyndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbyggingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofubúnað,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira