Hamilton: Geri ekki mistök aftur í lokamótinu 28. október 2008 11:38 Lewis Hamilton hafði algjöra yfirburði í síðasta móti og hræðist ekki að hann missi tökin á titlinum eins og hann gerði í fyrra. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er hvergi banginn fyrir lokamótið í Formúlu 1 sem verður í Brasilíu um næstu helgi. Hann hefur áhyggjur af því að sagan frá síðasta ári endurtaki sig. Þá tapaði Hamilton með eins stigs mun, eftir að hafa verið með 18 stiga forskot á Kimi Raikkönen þegar tvö mót voru eftir. "Það var svo mikið álag á mér. Mér fannst ég hafa allan heiminn á bakinu og gerði því nokkur mistök í lokin. Ég er mun betur undirbúinn í þetta skiptið", sagði Hamilton. Hann er í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra. Með sjö stiga forskot á næsta mann, Felipe Massa sem verður á heimavelli. "Það má segja að ég hafi lært heilmikið eftir mótið í Kanada á þessu ári, eftir að ég missti forystuna til Robert Kubica. Ég þarf að keyra miðað við aðstlæður, aka 100% en ekki 110%. Ekki taka of mikla áhættu." "Ég er samt ekkert að kvelja mig á fortíðinni, hugsa fram í tímann og lifi lífinu. Ég geri alltaf mitt besta hverjiu sinni og það sem er búið og gert, það er liðið", sagði Hamilton. Lokamótið í Brasilíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og fyrsti þátturin um mótið verður á fimmtudagskvöld kl. 20.00. Þá verður m.a. farið yfir ferill Massa og Hamilton og rætt um mótssvæðið í Brasilíu í máli og myndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er hvergi banginn fyrir lokamótið í Formúlu 1 sem verður í Brasilíu um næstu helgi. Hann hefur áhyggjur af því að sagan frá síðasta ári endurtaki sig. Þá tapaði Hamilton með eins stigs mun, eftir að hafa verið með 18 stiga forskot á Kimi Raikkönen þegar tvö mót voru eftir. "Það var svo mikið álag á mér. Mér fannst ég hafa allan heiminn á bakinu og gerði því nokkur mistök í lokin. Ég er mun betur undirbúinn í þetta skiptið", sagði Hamilton. Hann er í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra. Með sjö stiga forskot á næsta mann, Felipe Massa sem verður á heimavelli. "Það má segja að ég hafi lært heilmikið eftir mótið í Kanada á þessu ári, eftir að ég missti forystuna til Robert Kubica. Ég þarf að keyra miðað við aðstlæður, aka 100% en ekki 110%. Ekki taka of mikla áhættu." "Ég er samt ekkert að kvelja mig á fortíðinni, hugsa fram í tímann og lifi lífinu. Ég geri alltaf mitt besta hverjiu sinni og það sem er búið og gert, það er liðið", sagði Hamilton. Lokamótið í Brasilíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og fyrsti þátturin um mótið verður á fimmtudagskvöld kl. 20.00. Þá verður m.a. farið yfir ferill Massa og Hamilton og rætt um mótssvæðið í Brasilíu í máli og myndum
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira