Nauðsynlegar „viðbragðsáætlanir“ Þráinn Bertelsson skrifar 9. júní 2008 06:00 Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun" við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. „Viðbragðsáætlanir" felast í því hvernig „viðbragð" sé best að taka þegar eitthvað gerist sem ekki á að gerast. Sumar „viðbragðsáætlanir" hafa gefið afbragðsgóða raun. Til dæmis þegar glæpasamsteypur eins og „Hells Angels" taka upp á því að senda fulltrúa sína til Íslands til að innvígja nýja fáráðlinga í selskapinn. Þá fer löggan til Keflavíkur og snýr hinum óvelkomnu gestum aftur heim til sín í sollinn. Þetta sýnir að til eru skynsamlegar „viðbragðsáætlanir" og slíkum áætlunum mætti fjölga til muna. Til dæmis mundi ekki kosta mikið að setja upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir stjórnvöld. Sem tæki af öll tvímæli um þau „verkferli" sem færu af stað í hvert sinn sem einhver ráðherra eða stjórnin í heild ofbýður siðferðiskennd þjóðarinnar. „Siðferðis-viðbragðsáætlun" gæti til dæmis fært sér í nyt venjur nágrannaþjóða um að sá ráðherra taki pokann sinn sem ofbýður siðferðisvitund almennings, til dæmis með siðlausum embættaveitingum, blautlegum hermennskudraumum í friðsömu landi eða hamslausri fíkn og misnotkun á opinberu afli og fjármunum. Þar sem engin „siðferðis-viðbragðsáætlun" er til í landinu virðast ráðherrar ekki enn þá hafa áttað sig á að taka þurfi tillit til þess að siðferðisvitund sé til meðal þjóðarinnar. Það er skiljanlegt í þeirri fjarlægð sem fjölmiðlum hefur tekist að koma á milli þeirra sem eiga og eiga ekki í þessu kalda landi. Þegar stjórnmálamenn hafa sett upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir sjálfa sig er kominn grundvöllur fyrir því að takast á við siðleysingja sem hafa svo gott sem eyðilagt samkennd og samstöðu þjóðarinnar og leyst upp það félagslega lím sem heldur þjóðinni saman. Svo sem hina lífshættulegu berserki í bönkum og stórfyrirtækjum sem háma í sig milljónir og milljónatugi og milljónahundruð af einskærri græðgi í stað þess að gera sér að góðu hugguleg laun og mannsæmandi líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun" við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. „Viðbragðsáætlanir" felast í því hvernig „viðbragð" sé best að taka þegar eitthvað gerist sem ekki á að gerast. Sumar „viðbragðsáætlanir" hafa gefið afbragðsgóða raun. Til dæmis þegar glæpasamsteypur eins og „Hells Angels" taka upp á því að senda fulltrúa sína til Íslands til að innvígja nýja fáráðlinga í selskapinn. Þá fer löggan til Keflavíkur og snýr hinum óvelkomnu gestum aftur heim til sín í sollinn. Þetta sýnir að til eru skynsamlegar „viðbragðsáætlanir" og slíkum áætlunum mætti fjölga til muna. Til dæmis mundi ekki kosta mikið að setja upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir stjórnvöld. Sem tæki af öll tvímæli um þau „verkferli" sem færu af stað í hvert sinn sem einhver ráðherra eða stjórnin í heild ofbýður siðferðiskennd þjóðarinnar. „Siðferðis-viðbragðsáætlun" gæti til dæmis fært sér í nyt venjur nágrannaþjóða um að sá ráðherra taki pokann sinn sem ofbýður siðferðisvitund almennings, til dæmis með siðlausum embættaveitingum, blautlegum hermennskudraumum í friðsömu landi eða hamslausri fíkn og misnotkun á opinberu afli og fjármunum. Þar sem engin „siðferðis-viðbragðsáætlun" er til í landinu virðast ráðherrar ekki enn þá hafa áttað sig á að taka þurfi tillit til þess að siðferðisvitund sé til meðal þjóðarinnar. Það er skiljanlegt í þeirri fjarlægð sem fjölmiðlum hefur tekist að koma á milli þeirra sem eiga og eiga ekki í þessu kalda landi. Þegar stjórnmálamenn hafa sett upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir sjálfa sig er kominn grundvöllur fyrir því að takast á við siðleysingja sem hafa svo gott sem eyðilagt samkennd og samstöðu þjóðarinnar og leyst upp það félagslega lím sem heldur þjóðinni saman. Svo sem hina lífshættulegu berserki í bönkum og stórfyrirtækjum sem háma í sig milljónir og milljónatugi og milljónahundruð af einskærri græðgi í stað þess að gera sér að góðu hugguleg laun og mannsæmandi líf.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun