Miðnæturbörn á tjaldið 9. nóvember 2008 04:00 Salman Rushdie vinnur kvikmyndahandrit upp úr skáldsögunni Miðnæturbörn. Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvikmyndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónugallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáldsögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir valinu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaunanna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessarra sömu verðlauna nú í ár. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvikmyndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónugallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáldsögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir valinu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaunanna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessarra sömu verðlauna nú í ár.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira