Hamilton fremstur á ráslínu 18. október 2008 07:10 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Fuji brautinni í morgun á McLaren. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði. Hamilton er því kjörstöðu fyrir kappaksturinn, en Robert Kubica sem á möguleika á titilinum eins og Hamilton og Massa er aðeins ellefti á ráslínu. Kubica var aldrei sáttur við uppsetningu bílsins og hans gæti beðið erfið vinna í keppninni. Mark Webber varð sjötti í tímatökunni á Red Bull, en verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipa um vél á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Nick Hedifeld var refsað fyrir að brjóta á David Coulthard í tímatökunni og var færður úr sjöunda sæti í það tíunda eftir keppnina. Torro Rosso náði tveimur bílum í lokaumferð tímatökunnar, Sebastian Vettel varð áttundi og Sebastian Bourdais tíundi. Ef Hamilton nær sex stigum meira úr mótinu í Sjanghæ en Massa, þá verður hann yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1, en það met á Alonso. Alonso var 24 ára gamall, en Hamilton er 23 ára. Bein útsending verður frá kappakstrinum í Sjanghæ kl. 06.30 á aðfaranútt sunnudags í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sjá nánar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði. Hamilton er því kjörstöðu fyrir kappaksturinn, en Robert Kubica sem á möguleika á titilinum eins og Hamilton og Massa er aðeins ellefti á ráslínu. Kubica var aldrei sáttur við uppsetningu bílsins og hans gæti beðið erfið vinna í keppninni. Mark Webber varð sjötti í tímatökunni á Red Bull, en verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipa um vél á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Nick Hedifeld var refsað fyrir að brjóta á David Coulthard í tímatökunni og var færður úr sjöunda sæti í það tíunda eftir keppnina. Torro Rosso náði tveimur bílum í lokaumferð tímatökunnar, Sebastian Vettel varð áttundi og Sebastian Bourdais tíundi. Ef Hamilton nær sex stigum meira úr mótinu í Sjanghæ en Massa, þá verður hann yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1, en það met á Alonso. Alonso var 24 ára gamall, en Hamilton er 23 ára. Bein útsending verður frá kappakstrinum í Sjanghæ kl. 06.30 á aðfaranútt sunnudags í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sjá nánar
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira