Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari verður á ráspól í Barcelona kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að frábær lokahringur hans í tímatökum í dag tryggði honum besta tímann.
Finninn náði tímanum 21,813 og stal ráspólnum af heimamanninum Fernando Alonso. Felipe Massa á Ferrari verður þriðji á Katalóníubrautinni á morgun og Robert Kubica á BMW Sauber fjórði.
Lewis Hamilton þarf að hafa sig allan við ef hann ætlar að vinna á morgun eftir að hafa náð fimmta besta tímanum, rétt á undan félaga sínum Heikki Kovalainen, Mark Webber og Jarno Trulli.