„Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu.
„Við heyrðum ákall heimamanna, vissulega voru þeir að kalla á viðbrögð ferðamálastofu og ríkisins en svoleiðis stofnanir hreyfa sig hægt, og við vildum sjá þetta gerast hraðar," segir Þórarinn. Hann segir Kynnisferðum hafi runnið blóðið til skyldunnar í þessu tilfelli, enda búnar fara með ferðamenn til Dyrhólaeyjar og í Reynisfjöru í fjörtíu ár.
Þórarinn segir sveitastjórann hafa tekið vel í tilboðið, og muni fara yfir málið með landeigendum og björgunarsveitum eftir verslunarmannahelgi. Hann vonast til að skiltið nái að rísa á næstu vikum.

