Bíó og sjónvarp

Kvikmyndahátíð hafin

Þau Nína og Rune voru á meðal þeirra sem sáu opnunarmynd hátíðarinnar, O´Horten. fréttablaðið/valli
Þau Nína og Rune voru á meðal þeirra sem sáu opnunarmynd hátíðarinnar, O´Horten. fréttablaðið/valli

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett opinberlega á fimmtudagskvöld í Regnboganum með sýningu norsku myndarinnar O"Horten. Íslenskir kvikmyndaáhugamenn létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á uppákomuna.

Af nógu verður að taka á kvikmyndahátíðinni, sem stendur yfir til 5. október. Sýndar verða yfir eitt hundrað myndir frá 27 löndum og ættu því allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð.



í regnboganum Jens Fjalar og Salvör Þórisdóttir létu sig ekki vanta í Regnbogann.
Á meðal gesta Elína Hrund Kristjánsdóttir og Delia Hauser voru á meðal gesta á norsku opnunarmyndinni.


ágúst og jón karl Ágúst Bjarnason, myndlistarmaður, og Jón Karl Helgason, kvikmyndagerðarmaður, voru brosmildir í Regnboganum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×