Mannlega mælistikan Vranes 18. september 2008 10:37 Slavko Vranes gnæfði yfir hinn 2 metra háa Friðrik Stefánsson Mynd/Vísir Miðherjinn Slavko Vranes vakti mikla athygli í Laugardalshöllinni gær þegar Svartfellingar lögðu Íslendinga 80-66 í Evrópukeppninni í körfubolta. Vranes spilaði reyndar ekki nema tvær mínútur og skilaði tveimur stigum í leiknum, en hæð kappans var umræðuefni margra í höllinni. Hann er 230 cm á hæð og gnæfði yfir íslensku leikmennina eins og sjá má á mynd með fréttinni. Telja má nokkuð víst að Vranjes sé hávaxnasti körfuboltamaður sem spilað hefur á Íslandi. Framlag Vranes til leiksins var ekki stórkostlegt, en hann gegndi áhugaverðu hlutverki þegar Svartfellingar mættu í Laugardalshöllina eftir því sem starfsmaður í Höllinni tjáði Vísi. "Mér fannst Svartfellingarnir nokkuð þurrir á manninn og það fyrsta sem þeir vildu láta athuga þegar þeir komu í Höllina var hvort körfurnar væru í réttri hæð. Þeir notuðu Vranes sem mælistiku og hann þurfti ekki einu sinni að lyfta sér á tærnar til að grípa um körfuhringinn," sagði starfsmaðurinn. "Hún er of lág," á risinn að hafa sagt - og við nánari athugun kom í ljós að hringurinn var 3 cm lægri en lög gerðu ráð fyrir. Þess má geta að lögleg hæð á körfuhring er 305 cm frá gólfi. Svartfellingar mættu til Íslands með gríðarlegt föruneyti og talið var að þarna hefðu verið á ferðinni í kring um 50 manns, eða talsvert fleiri en gengur og gerist. Einn þeirra, eldri maður, hélt upp á sigurinn á íslenska liðinu með því að kveikja sér í digrum vindli fyrir utan búningsherbergið eftir leikinn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Miðherjinn Slavko Vranes vakti mikla athygli í Laugardalshöllinni gær þegar Svartfellingar lögðu Íslendinga 80-66 í Evrópukeppninni í körfubolta. Vranes spilaði reyndar ekki nema tvær mínútur og skilaði tveimur stigum í leiknum, en hæð kappans var umræðuefni margra í höllinni. Hann er 230 cm á hæð og gnæfði yfir íslensku leikmennina eins og sjá má á mynd með fréttinni. Telja má nokkuð víst að Vranjes sé hávaxnasti körfuboltamaður sem spilað hefur á Íslandi. Framlag Vranes til leiksins var ekki stórkostlegt, en hann gegndi áhugaverðu hlutverki þegar Svartfellingar mættu í Laugardalshöllina eftir því sem starfsmaður í Höllinni tjáði Vísi. "Mér fannst Svartfellingarnir nokkuð þurrir á manninn og það fyrsta sem þeir vildu láta athuga þegar þeir komu í Höllina var hvort körfurnar væru í réttri hæð. Þeir notuðu Vranes sem mælistiku og hann þurfti ekki einu sinni að lyfta sér á tærnar til að grípa um körfuhringinn," sagði starfsmaðurinn. "Hún er of lág," á risinn að hafa sagt - og við nánari athugun kom í ljós að hringurinn var 3 cm lægri en lög gerðu ráð fyrir. Þess má geta að lögleg hæð á körfuhring er 305 cm frá gólfi. Svartfellingar mættu til Íslands með gríðarlegt föruneyti og talið var að þarna hefðu verið á ferðinni í kring um 50 manns, eða talsvert fleiri en gengur og gerist. Einn þeirra, eldri maður, hélt upp á sigurinn á íslenska liðinu með því að kveikja sér í digrum vindli fyrir utan búningsherbergið eftir leikinn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira