Um hvað er deilt? Þorsteinn Pálsson skrifar 27. júlí 2008 08:00 Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun