Tuttugu og fjórir létu lífið og sex slösuðust í gassprengingu í kolanámu í suðurhluta Kína í dag, að sögn Xinhua fréttastofunnar.
Þriggja námumanna er enn saknað en fjórtán tókst að komast upp úr námunni.
Kína er stærsti kolaframleiðandi í heimi og jafnframt stærsti neytandinn. Námuvinnsla er hættulegt starf í Kína.
Á síðasta ári fórust 3.786 í gassprengingum, flóðum og öðrum slysum.