Gengi hlutabréfa í Exista féll um 14,17 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á afar rauðum degi á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Gengi bréfa í Atorku fór niður um 13,57 prósent, Spron um 13,43 prósent og Century Aluminum um 10,5 prósent.
Þá féll gengi bréfa í Straumi um 8,13 prósent, Bakkavarar um 7,88 prósent og Atlantic Petroleum um 7,37 prósent.
Önnur félög lækkuðu minna, þó minnst í Eimskipafélaginu en gengi bréfa í félaginu fór niður um 0,96 prósent.
Einungis gengi bréfa í færeyska bankanum Eik bank hækkaði í dag, eða um 3,53 prósent.
Úrvalsvísitalan féll um 4,8 prósent og stendur hún í 4.071 stigi.
Exista féll mest í dag

Mest lesið

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


