Neyðarsjóður að verða til Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greinir frá stöðu mála. Með henni eru fv. Harry Reid, forseti öldungadeildar, og Hank Paulson, fjármálaráðherra. MYND/AP Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira